Hvað er innifalið í verðinu?
Öll okkar verð eru heildarverð, ekki verð per gest. Við bjóðum uppá gistingu í uppábúnum rúmum, morgunverð, keyrslu í flug og geymslu á bíl. ATH við heimkomu afhentist bíllinn við gistiheimilið að Hringbraut 92. Við bjóðum uppá 7% staðgreiðsluafslátt þegar greitt er með peningum.
Við þurfum að vera komin mjög snemma uppí flugstöð
Við keyrum gesti okkar uppí flugstöð þegar þeim hentar, flestar okkar ferðir byrja um 04:00 leytið á morgnana.
Getum við fengið morgunverð þegar við förum svona snemma?
Gestir sjá sjálfir um að fá sér morgunverð, svo gestir geta græjað morgunverðin á þeim tíma sem þeim hentar.
Eru handklæði fyrir gesti?
Það eru handklæði fyrir gestina okkar á öllum baðherbergjunum til notkunar fyrir sturtur.
Er WI-FI tilstaðar á gistiheimilinu?
Frítt WI-FI er á gistiheimilinu fyrir gesti.
Hversu snemma er hægt að tékka sig inn og hvenær á að tékka sig út?
Hægt er að tékka sig inn kl 15:00, en fyrr ef herbergi eru laus. Tími til að tékka sig út er kl 11:00.
Við erum að koma utan af landi, við komum seint, er það í lagi?
Já það er í lagi, gott er að hringja í 867-4434 ef þú áætlar að koma seinna en 23:00 og láta okkur vita.
Eru veitingastaðir nálægt B&B Guesthouse?
Já, nokkur fjöldi veitingastaða er í aðeins 5 mínútna göngufæri. Flestir þeirra eru á Hafnargötunni endilangri.

Eru þið alltaf á staðnum?
Yfirleitt, en stundum erum við að skila bílum við Flugstöð eða sækja gesti, en erum aldrei lengur en í 10.mínútna fjarlægð, alltaf er hægt að ná í okkur í síma 867-4434.