B&B Guesthouse var stofnað 2001 af Hilmari og Svölu.

Gistiheimlið hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stækkað úr 6 herbergjum í 19.

Áhersla er lögð á góða og persónulega þjónustu. 

B&B Guesthouse er staðsett á Hringbraut 92, í miðbæ Keflavíkur og í aðeins 4 mínútna akstri frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Hvort sem þú ert utan af landi eða býrð á höfuðborgarsvæðinu þá er það frábær lausn að gista á B&B Guesthouse. Þú slakar á kvöldið fyrir flug, sefur lengur, við skutlum þér í flug þegar þér hentar. Við geymum bílinn fyrir þig á meðan þú ert erlendis. Við heimkomu afhentist bíllinn við gistiheimilið að Hringbraut 92.

Þegar gist er á B&B Guesthouse:

  • Gisting
  • Morgunverður
  • Keyrsla í flug
  • Geymsla á bíl
  • Við heimkomu afhentist bíllinn við gistiheimilið að Hringbraut 92.

Við bjóðum uppá eins, tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergi og hægt er að fá ungbarnarúm eða auka dýnur inn á herbergin gegn vægu gjaldi. 

Öll herbergin eru með uppábúnum rúmum, „32 flatskjá með fjölda sjónvarpsstöðva og með fría WI-FI tengingu.

Á hverri hæð eru tvö – þrjú salerni með sturtum, handklæðum og hárþurrkum.

*7% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR ÞEGAR GREITT ER MEÐ PENINGUM